Heimspeki og hugmyndafræði krítískrar kennslufræði (e. Critical pedagogy) er minn kompás í allri minni kennslu en sú stefna leggur áherslu á að félagslegt réttlæti og lýðræði eigi að vera markmið menntunar – en einnig að menntun er hápólitískt fyrirbæri. Því mótast öll mín nálgun á kennslu, allt frá kennsluháttum til námsmats og inntaks kennslunnar, að því að auka þátttöku nemenda og vitund þeirra á samfélaginu sem þau tilheyra og skoða það með gagnrýnum augum svo þau megi verða þátttakendur sem beri hag samborgara sinna fyrir brjósti.