loader image
Kennsluáætlun með Padlet

Ég hef áður fjallað um á þessari síðu hvernig ég hef notað Padlet til þess að búa til námshlaðborð fyrir nemendur (opna færslu um náms hlaðborð). Í þeim geta nemendur haft aðeins meira að segja um hvað þau vilja gera, hverju þau vilja byrja á og hverju þau vilja enda á. Markmiðið og tilgangurinn með þessari nálgun hefur verið að búa til tækifæri í hversdagslegu skólastarfi fyrir fjölbreytni og val nemenda svo að nám þeirra sé sem ánægjulegast og höfði til þeirra áhuga og styrkleika. 

Í þessari færslu langar mig að fjalla um aðeins aðra nálgun á Padlet og sýna hvernig hægt er að setja fram verkefni á aðeins annan hátt heldur en með hefðbundinni kennsluáætlun eða verkefnalýsingu. Verkefnin sem ég ætla að sýna og segja frá eru annars vegar ætluð fyrir ensku í 9.bekk og hins vegar Málinu – sem er heitið á þeim tímum þar íslensku, samfélagsfræði, lífsleikni og upplýsingatækni er fléttað saman í 9.bekk í Laugalækjarskóla (nánar má lesa um Málið hér). 

Það sem mér finnst vera ótvíræðir kostir þess að setja fram verkefni/kennsluáætlanir með Padlet er:

#1: Verkefnið og ferlið verður skýrt og sjónrænt. Hvar nemendur eiga að byrja og svo halda áfram verður nokkurn veginn rökrétt. 

#2: Það er auðveldlega hægt að brjóta niður stórt þemaverkefni og þannig ramma inn betur vinnuferli nemenda og leið þeirra að lokaafurðinni.

#3: Það er auðvelt að tengja inn myndir, myndbönd og ýmislegt efni af netinu. Þannig verður allt sem kennarinn vill að nemendur notfæri, skoði eða fari í gegnum á einum stað. 

English Speaking Countries of the World.

Yðar hátign: Elísabet II Englands drottning.

fleiri
færslur