Náms hlaðborð

Ég er og hef verið þeirrar skoðunar, eins og eflaust miklu fleira skólafólk, að nemendur eigi að njóta þess að hafa fjölbreytt val í sínu námi. Að þau fái í meiri mæli að velja sjálf hvað þau vilji læra, velji sjálf hvar þau vilji byrja, hvert þau vilji halda áfram næst, og ekki síst fái […]

Verkefni: UT haustbingó 🍂

Sumarfrí ☀️og nýr vinnustaður 🏫 Hæ öll 👋 Nú er langt síðan ég hef sett inn færslu hér á síðuna og eru nokkrar ástæður fyrir því. Fyrir sumarfríið var ég einfaldlega á haus í vinnunni eins og eflaust allir kennarar kannast við. Ég og Bjössi Borko tókum að okkur verkefni fyrir Menntamálastofnun sem fól í […]

Verkefni: Útvarpsleikhús í dönsku

Í byrjun skólaárs þurfti unglingadeildin að leysa ákveðin skipulags kapal sem líklega flestir kennarar sem vinna í teymum kannast við; að búa til góða stundatöflu og skipta á milli okkar námsgreinunum þannig að allir gætu uppfyllt sína kennsluskyldu. Hjá okkur þurftum við líka að fá fleiri kennara að borðinu í tungumálunum því nemendum var að […]

Verkefni: Gullregn eftir Ragnar Bragason

Í þessari færslu ætla ég að deila með ykkur verkefni sem ég bjó til fyrir nemendur í 9. og 10. bekk í íslensku. Verkefnið varð til snemma á þessu ári þegar stór hluti kennarateymisins og nemenda hjá okkur var sendur í sóttkví. Við vorum þrír eða fjór kennarar sem sluppum og deildum þá kennslu 9. […]