Náms hlaðborð

Ég er og hef verið þeirrar skoðunar, eins og eflaust miklu fleira skólafólk, að nemendur eigi að njóta þess að hafa fjölbreytt val í sínu námi. Að þau fái í meiri mæli að velja sjálf hvað þau vilji læra, velji sjálf hvar þau vilji byrja, hvert þau vilji halda áfram næst, og ekki síst fái […]

Vikulegt áforms skjal

Ég held að það að kenna börnum að skipuleggja sig og halda utan um nám sitt sé mikilvægur liður í því ferli að gera þau að sjálfbærum, sjálfstæðum og ábyrgum einstaklingum. Þar sem ég kenni hafa svokallaðir áformstímar verið fastur liður í skólastarfinu (að ég best veit alveg frá upphafi skólans). Í þessum tímum skrá […]

Skýrt og skipulagt Classroom 🧹

Sem hluti af innleiðingu rafrænna kennsluhátta í grunnskólum er Google Classroom að verða það námsumhverfi sem algengt er að kennarar og nemendur nota. Kerfið er í stuttu máli rafrænt svæði sem býður upp á að kennarar geti sett inn verkefni og námsefni, farið yfir og gefið endurgjöf, og nemendur geta jafnframt fengið verkefni og námsefni, […]

Nám á eigin hraða (e. Self paced learning)⏱

Þegar ég fór á UTís árið 2019 ásamt öðrum frábærum kennurum, fór ég á vinnustofu sem hefur fylgt mér í minni kennslu síðan. Vinnustofan hét Upping Your Classroom Game og var stýrt af Jesse Lubinsky (mæli með að skoða Twitter reikninginn hans þar sem hann deilir mörgu fróðlegu og gagnlegu efni: @jlubinsky). Í þessari vinnustofu […]

Hvernig nemandi er ég? Hvernig nemandi vil ég vera? ✏️

Í þessari færslu langar mig að fjalla um verkefni sem við byrjuðum þetta skólaár á. Verkefnið er byggt á gömlum grunni frá Fanneyju Snorradóttur og Ingunni Björgu Arnardóttur, en við Fanney römmuðum verkefnið nýlega inn svo það rími við áherslur leiðsagnarnáms, eins og námsmarkmið, viðmið um árangur og sýnidæmi. Verkefnið heitir Hvernig nemandi er ég […]

Orðabingó 🎲

Fag: Íslenska, samfélagsfræði, náttúrufræði.Aldur: Verkefnið var búið til fyrir nemendur í 8.bekk og orðin/hugtökin valin út frá þeim hóp sem ég var að kenna. Bingó má hins vegar fara í með hverjum sem er! Því þarf bara að aðlaga orðin, hugtökin og orðskýringarnar að þroska og getu hvers hóps. 💡 Hugmyndin og örlítið um verkefnið […]

Orðakort 💬

Í september á síðasta ári var okkur settar frekar þröngar skorður (vægt til orða tekið) í kennslunni vegna Covid. Skólinn var tvísetinn, sem þýddi það að nemendum var skipt fyrir og eftir hádegi. Til þess að fylla upp í tímana sem nemendur misstu út færðum við okkur að hluta til yfir í fjarkennslu.  Það hafð […]

Verkfærakista fyrir skapandi verkefnaskil 🛠

Frá því að ég byrjaði að kenna hef ég alltaf verið mjög meðvitaður um mikilvægi þess að nemendur fái að sýna fram á það sem þau hafa lært með fjölbreyttum leiðum. Ekki bara gerir það verkefnaflóruna litríkari og skemmtilegri heldur líka gefur það nemendum val til þess að nýta sína styrkleika og sinn áhuga til […]

Um fjármálalæsi í grunnskólum

Fyrir stuttu rakst ég á pistil á Facebook sem mér þótti mjög eftirtektarverður og þess virði að fjalla nánar um. Ég deildi færslunni og bætti við nokkrum af mínum hugleiðingum um þetta mikilvæga mál og langar að birta líka hér. Í færslunni beinir höfundur, Halla Gunnarsdóttir, athygli að framtaki menntamálaráðherra, sem unnið er í samstarfi […]