Sköpun, seigla, hugrekki og skólastarf

Upp á síðkastið hef ég verið að lesa bókina Big Magic: Creative Living Beyond Fear eftir höfundinn Elizabeth Gilbert (sami höfundur bókarinnar Eat, Pray, Love). Big Magic er í mjög svo stuttu máli samtal um það af hverju við ættum að gefa sköpunarkraftinum sem býr í okkur öllum pláss og jafnframt hvatning til okkar allra […]
Skýrt og skipulagt Classroom 🧹

Sem hluti af innleiðingu rafrænna kennsluhátta í grunnskólum er Google Classroom að verða það námsumhverfi sem algengt er að kennarar og nemendur nota. Kerfið er í stuttu máli rafrænt svæði sem býður upp á að kennarar geti sett inn verkefni og námsefni, farið yfir og gefið endurgjöf, og nemendur geta jafnframt fengið verkefni og námsefni, […]
Hlaðvörp í kennslu 🎙

Hlaðvörp (e. Podcasts) eru nokkuð sem ég hef tekið eftir að fleiri og fleiri kennarar eru farnir að nota með nemendum sínum í sinni kennslu, enda er til heill hellingur af þáttum á netinu um nánast allt milli himins og jarðar. Það er nánast sama hvað viðfangsefnið er því það eru góðar líkur á að […]
Nám á eigin hraða (e. Self paced learning)⏱

Þegar ég fór á UTís árið 2019 ásamt öðrum frábærum kennurum, fór ég á vinnustofu sem hefur fylgt mér í minni kennslu síðan. Vinnustofan hét Upping Your Classroom Game og var stýrt af Jesse Lubinsky (mæli með að skoða Twitter reikninginn hans þar sem hann deilir mörgu fróðlegu og gagnlegu efni: @jlubinsky). Í þessari vinnustofu […]
Hvernig nemandi er ég? Hvernig nemandi vil ég vera? ✏️

Í þessari færslu langar mig að fjalla um verkefni sem við byrjuðum þetta skólaár á. Verkefnið er byggt á gömlum grunni frá Fanneyju Snorradóttur og Ingunni Björgu Arnardóttur, en við Fanney römmuðum verkefnið nýlega inn svo það rími við áherslur leiðsagnarnáms, eins og námsmarkmið, viðmið um árangur og sýnidæmi. Verkefnið heitir Hvernig nemandi er ég […]
Viðmið um árangur 🎯

Á síðasta skólaári velti ég mikið fyrir mér hvernig ég gæti betur hjálpað öllum nemendum mínum þegar þau eru í því ferli að vinna í og skila verkefnum. Eins og eflaust flestir kennarar hafa upplifað þá fáum við fjölbreytt verkefni sem endurspegla mismunandi getu, skilning, áhuga og metnað nemenda. Áður hafði ég mikið notað sýnidæmi […]
5 kennslublogg til að fylgjast með 🌍

Ein af ástæðunum fyrir því að mig langaði svo til að setja þessa síðu á laggirnar er að stórum hluta til út af þeim kennslubloggum sem ég sjálfur hef skoðað mjög mikið. Í þessar síður hef ég gjarnan leitað til að fá hvatningu, góðar hugmyndir og kennslufræðilegan innblástur – sem hefur svo oft komið að […]
Orðabingó 🎲

Fag: Íslenska, samfélagsfræði, náttúrufræði.Aldur: Verkefnið var búið til fyrir nemendur í 8.bekk og orðin/hugtökin valin út frá þeim hóp sem ég var að kenna. Bingó má hins vegar fara í með hverjum sem er! Því þarf bara að aðlaga orðin, hugtökin og orðskýringarnar að þroska og getu hvers hóps. 💡 Hugmyndin og örlítið um verkefnið […]
Orðakort 💬

Í september á síðasta ári var okkur settar frekar þröngar skorður (vægt til orða tekið) í kennslunni vegna Covid. Skólinn var tvísetinn, sem þýddi það að nemendum var skipt fyrir og eftir hádegi. Til þess að fylla upp í tímana sem nemendur misstu út færðum við okkur að hluta til yfir í fjarkennslu. Það hafð […]
Verkfærakista fyrir skapandi verkefnaskil 🛠

Frá því að ég byrjaði að kenna hef ég alltaf verið mjög meðvitaður um mikilvægi þess að nemendur fái að sýna fram á það sem þau hafa lært með fjölbreyttum leiðum. Ekki bara gerir það verkefnaflóruna litríkari og skemmtilegri heldur líka gefur það nemendum val til þess að nýta sína styrkleika og sinn áhuga til […]